Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 02:00

Evróputúrinn: 5 bestu högg Peterson á D+D Czech Masters – Myndskeið

Bandaríkjamaðurinn Paul Peterson sigraði á D+D Czech Masters, sem fram fór á Albatros vellinum í Prag, Tékklandi.

Peterson er fremur óþekktur og var þetta í 23. skiptið sem hann spilar í móti Evrópumótaraðarinnar.

Þetta er fyrsti sigur Peterson á Evróputúrnum og í 11. skipti á keppnistímabilinu sem kylfingur er að sigra í fyrsta sinn á mótaröðinni.

Peterson er jafnframt 7. örvhenti kylfingurinn til að sigra mót á Evrópumótaröðinni þetta keppnistímabil.

Sjá má 5 flottustu högg Peterson á D+D Czech Masters 2016 með því að SMELLA HÉR: