Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2016 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (6): Magnús fékk albatros af 296 m færi!

Á 1. keppnisdegi Securitasmótsins, 19. ágúst 2016, sem var 6. og síðasta mót ársins á Eimskipsmótaröðinni, gerði Magnús Lárusson úr Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík sér lítið fyrir og fékk ás á 1. braut Grafarholtsvallar.

Brautin er par-4 og 296 m löng!!!

Högg Magúsar er því hvorutveggja; albatros og hola í höggi!!!

STÓRGlæsilegt!!!

Golf 1 óskar Magnúsi innilega til hamingju með albatrosinn/ásinn!!!