Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2016 | 00:01

Inbee tók gullið!

Inbee Park frá Suður-Kóreu vann Ólympíugullið í keppni í kvennaflokki í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

Nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko tók silfrið og Shanshan Feng frá Kína bronsið.

Sigurskor Inbee var 16 undir pari (66 66 70 66).

Sigur Inbee var sannfærandi en hún átti 5 högg á Ko sem lék á samtals 11 undir pari og Feng sem var á samtals 10 undir pari.

Þessar þrjár voru hins vegar þær einu sem voru á tveggja stafa tölu undir pari í heildarskori!

Sjá má lokastöðuna í kvennakeppninni á Ólympíuleikunum með því að SMELLA HÉR: