Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Ryan Evans efstur e. 1. dag Czech Masters

Í gær, 18. ágúst 2016 hófst í Prag í Tékklandi D + D Real Czech Masters, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Það er Englendingurinn Ryan Evans sem er efstur eftir 1. dag í Albatross Golf Resort, þar sem mótið fer fram – en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Fjórir deila 2. sætinu þ.á.m. Thomas Pieters frá Belgíu, sem á titil að verja. Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Pieters með því að SMELLA HÉR: 

Hinir eru Svíinn Peter Hanson, Skotinn Scott Jamieson og Englendingurinn Graeme Storm, en allir léku þessir 4 kylfingar fyrsta hring á 5 undir pari, 67 höggum.

Fylgjast má með stöðunni á D + D Real Czech Masters með því að SMELLA HÉR: