Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir á leið til Missouri

Arnar Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Sauðárkróks Skagafirði (GSS) er farinn til Bandaríkjanna í háskólanám.

Háskóli hans er Missouri Valley College og verður Arnar Geir á íþróttastyrk.

Þess mætti geta að Arnar Geir er klúbbmeistari GSS 2016, sem og mörg undanfarin ár!

Þann 8. ágúst s.l. fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki styrktarmót fyrir Arnar, sem 48 tóku þátt í.

Spilaðar voru 9 holur.  Að  móti loknu voru kaffi og glæsilegar tertur í boði fjölskyldu Arnars Geirs.