Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 08:15

Inbee Park efst í hálfleik á Ólympíuleikunum

Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu,  sem tekið hefir við forystunni af hinni ungu Ariyu Jutunugarn frá Thaílandi.

Ariya leiddi eftir 1. keppnisdag þegar hún lék 1. hring á 65 höggum, en er nú dottin niður í T-8 stöðu þ.e. er jöfn 4 öðrum í 8. sæti eftir „slælegan“ hring upp á 71 högg og er því samtals á 6 undir pari.

Inbee leiðir á samtals 10 undir pari (66 66). Í 2. sæti er Stacy Lewis aðeins 1 höggi á eftir á samtals 9 undir pari (70 63).

Sjá má stöðuna hjá konunum í golfinu á Ólympíuleikunum að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. hrings í viðureign kvenna í golfi á Ólympíuleikunum með því að SMELLA HÉR: