Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 11:00

Sveit GO Íslandsmeistarar í 2. deild eldri kvenna á Íslandsmóti golfklúbba!

Kvennasveit eldri kylfinga kvenna stóð sig frábærlega í Öndverðarnesi og stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild kvenna.

Þar með er ljóst að konurnar leika í efstu deild á næsta ári.

Sveit GO hafði betur gegn Golfklúbbi Selfoss í úrslitaleik, 2-1.

Kvennasveit eldri kylfinga GO skipuðu eftifarandi:
Aldís Björg Arnardóttir
Anna María Sigurðardóttir
Ágústa Arna Grétarsdóttir
Hulda Hallgrímsdóttir
Jóhann Dröfn Kristinsdóttir

Sjá má úrslit allra leikja og lokastöðu með því að SMELLA HÉR: