Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 00:01

Eimskipsmótaröðin 2016 (6): Birgir Leifur með lægstu forgjöfina

Það er gríðarlega sterkur keppendahópur sem mætir til leiks á Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni.

Mótið hefst á föstudaginn á Grafarholtsvelli þar sem keppt verður um GR-bikarinn.

Aðeins 57 keppendur eru með þátttökurétt á þessu móti. Meðalforgjöfin í karlaflokki er +0.4 og í kvennaflokki er meðalforgjöfin 2.9.

Alls eru 24 kylfingar með forgjöf 0 eða lægra en alls eru 39 keppendur í karlaflokknum.

Sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, er með lægstu forgjöfina eða -4.5.

Þar á eftir koma Guðmundur Ágúst Kristjánsson (-4,0) úr GR og Haraldur Franklín (-3,8) einnig úr GR.