Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 23:00

Golfmynd dagsins: Sigurvegarar í karlaflokki í golfi á Ólympíuleikunum 2016

Golfmynd dagsins er fyrsta myndin í 122 ár af sigurvegurum í golfi á Ólympíuleikum, en í ár var keppt í fyrsta sinn á golfi frá árinu 1904.

Keppni í karlaflokki lauk í dag 14. ágúst 2016 og hefst í kvennaflokki 17. ágúst n.k.

Það var, sem flestum mun nú vera orðið kunnugt, Justin Rose frá Englandi sem vann gullið.

Henrik Stenson frá Svíþjóð vann silfur og Matt Kuchar, Bandaríkjunum, brons.

Margar þjóðir sitja eftir sárar þar sem toppkylfingar þeirra drógu sig úr mótinu, m.a. vegna hræðslu við Zika-vírusinn.

En frábær sigur Rose á lokaholunni staðreynd og hversu gaman þátttaka í RISAMÓTI, sem Ólympíuleikunum getur verið!