Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 23:00

PGA: Ryan Moore sigraði á John Deere Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Ryan Moore, sem sigraði á John Deere Classic mótinu nú rétt í þessu.

Moore lék á samtals 22 undir pari, 262 höggum (65 65 65 67).

Í 2. sæti varð landi Moore, Ben Martin, 2 höggum á eftir.

Whee Kim frá Suður-Kóreu og Morgan Hoffmann deildu síðan 3. sætinu.

Sjá má lokastöðuna á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: