Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2016 | 13:00

Öldungamótaröð Evrópu: Jiménez leiðir í Scioto

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez spilar á Öldungamótaröð Evrópu.

Það fer einmitt þessa dagana (11.-15. ágúst 2016) fram risamót Öldungamótaraðanna US Senior Open.

Spilað er í Scioto CC í Columbus, Ohio.

Jimenez er í forystu fyrir lokahringinn hefir spilar samtals á 3 undir pari 207 höggum (68 70 69).

Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Gene Sauers, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á 2 undir pari 208 höggum og þriðja sætinu deila 3 þekktir kylfingar Ian Woosnam, Loren Roberts og Billy Mayfair allir á 1 yfir pari, 211 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á US Senior Open risamótinu að öðru leyti fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR: