Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 13:00

PGA: Andrew Loupe leiðir á John Deere – Hápunktar 1. dags

Það er Andrew Loupe, sem leiðir á John Deere Classic, eftir að mótinu var frestað vegna veðurs.

Loupe á eftir að ljúka hring sínum, en eftir 14 holur er hann á 8 undir pari, búinn að fá 8 fugla og 6 pör.

Fjórir deila 2. sætinu og þar af hafa 3 lokið leik sínum á 6 undir pari, 65 höggum: Zach Johnson, Patrick Rodgers og Ryan Moore. Tom Gillis er einnig á 6 undir pari, en á eftir að klára að spila 2 holur.

Mótið fer að venju fram á TPC Deere Run í Silvis, Illinois.

Sjá má stöðuna á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 1. dags á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: