Hver er kylfingurinn: Marcus Fraser?
Ástralinn Marcus Fraser leiðir eftir fyrsta dag á Ólympíuleikunum í golfi, en golf er nú keppnisgrein í fyrsta skipti í 112 ár!!!
Fraser er nafn sem af og til sést ofarlega á mótum Evróputúrsins eða Ástralasíska túrsins, en veit nokkur nánari deili á þessum annars ágæta kylfingi?
Marcus Fraser fæddist í Corowa í New South Wales, 26. júlí 1978 og er því nýorðinn 38 ára.
Fraser spilar eins og segir aðallega á Evróputúrnum og Ástralasíska túrnum.
Hann lauk frábærum áhugamannsferli sínum 2002, en hann sigraði m.a. í einstaklingskeppni Eisenhower Trophy.
Fraser gerðist atvinnumaður þetta ár 2002 og spilaði aðallega fyrst um sinn í 2. deildinni þ.e. Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour).
Árið 2003 vann hann 3 mót á einum mánuði á Challenge Tour: the Danish Open, the Talma Finnish Challenge og the Russian Open, sem einnig var mót á Evrópumótaröðinni.
Sá síðasti af þessum 3 sigrum tryggði honum kortið á Evrópumótaröðinni 2004. Hann hefir síðan þá haldið korti sínu á Evróputúrnum og hefir spilað í yfir 200 mótum á Evróputúrnum, en besti árangur Fraser á heimslistanum er 51. sætið.
Þann 25. apríl 2010 sigraði Fraser á Ballantine’s Championship með lokahring upp á 69 högg og átti 4 högg á næsta keppanda.
Í júní 2012 tapaði Fraser í bráðabana gegn Danny Willett á BMW International Open í Köln, í Þýskalandi.
Fraser vann síðan 3. titil sinn á Evróputúrnum á 1. móti Maybank Championship í Malaysíu í febrúar á þessu ári, 2016. Hann græddi á því að leikur forystumannsins e. 3. dag Lee Soo-min virtist hrynja. Fraser vann með 2 höggum eftir að Lee missti niður 4 högg á síðustu 3 holum.
Þar með lauk 6 ára eyðimerkurgöngu Fraser, þar sem hann hafði spilað í 119 mótum án þess að sigra!
2016 virðist vera ár Fraser því nú er hann í forystu eftir 1. hring Ólympíuleikanna í golfi og aldrei nema hann bæti Ólympíugulli í titlasafnið!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
