Guðrún Björg búsett í Malaví sigraði í B division á Zimbabwe Ladies Open
Íslensk kona og frábær kylfingur úr Golfklúbbnum Oddi, Guðrún Björg Egilsdóttir, er búsett í Afríkuríkinu Malaví.
Hún leitaði sér strax að golfklúbb í Malaví þegar þangað var komið og er nú í Lilongwe golfklúbbnum í Malaví.

Guðrún Björg Egilsdóttir, GO og Lilongwe á 1. degi Zimbabwe Ladies Open
Konunum í Lilongwe golfklúbbnum bauðst fyrir skemmstu að taka þátt í Zimbabwe Ladies Open og að sögn Guðrúnar fannst henni „þetta alveg brjálæðisleg hugmynd og sló þessvegna til.„

Team Malawi
Guðrún sagði jafnframt í viðtali við Golf 1 að þetta hafi „bara verið ein af (hennar) bestu lífsreynslum“ og að hún hafi kynnst „fullt af góðum golfvinum og hafi unnið B division í leiðinni.„
Guðrún Björg varð líka í 1.-2. sæti í öldungakeppni en dregið var um verðlaunasætið og varð Guðrún í 2. sæti í þeim útdrætti.

Team Malawi
Zimbabwe Ladies Open er fyrir kvenkylfinga búsetta í Malaví, Zimbabwe, Botswana og Zambíu. Keppnin er haldin í þessum löndum á hverju ári. Nu var keppnin í Zimbabwe á Borrowdale Brooke golf course.
Glæsilegt hjá Guðrúnu Björgu að sigra á stóru golfmóti í Afríku og ekki alla daga sem eru fréttir þess efnis og reyndar til efs að margir íslenskir kvenkylfingar hafi frá svipaðri lífsreynslu að segja!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
