Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 15:30

GR: Stefán Már á besta skorinu (68) á Opna American Express mótinu

Opna American Express mótið fór fram á Grafarholtsvelli laugardaginn 6. ágúst 2016. Veður var með allra besta móti á kylfinga, sól og hlýtt í veðri. Að venju var þátttaka í mótinu mjög góð. Alls tóku 180 kylfingar þátt að þessu sinni. Glæsilegt skor var í mótinu og barist var um efstu sætin. Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut og fyrir þann sem var næstur holu í öðru höggi á 18. braut.

Úrslit í punktakeppni urðu eftirfarandi:
1. Sæti = Kári Tryggvason GM 45 p.
2. Sæti = Margrét Þorvaldsdóttir GR 41 p.
3. Sæti = Hilmar R Konráðsson GÁS 41 p.
4. Sæti = Halldór Páll Gíslason GO 41 p.
5. Sæti = Bjarni Eggerts Guðjónsson 41 p.

Úrslit í höggleik:
1. Sæti = Stefán Már Stefánsson GR 68 högg
2. Sæti = Úlfar Jónsson GKG 69 högg
3. Sæti = Hjalti Pálmason GR 69 högg

Nándarverðlaun:
2. braut = Jónatan Jónatansson NK 1,45 m
6. braut = Valur Kristjánsson NK 1,12 m
11. braut = Halldór Páll Gíslason GO hola í höggi
17. braut = Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 3,2 m

Lengsta teighögg á 3. braut = Arnór Ingi Finnbjörnsson GR

Næstur holu í öðru höggi á 18.braut = Gunnar Ingi Björnsson GM 1,9 m