Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 10:00

Challenge Tour: Birgir Leifur varð T-6 á Swedish Challenge!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í gær á Swedish Challenge en mótið er hluti af Challenge Tour þ.e. evrópsku Áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 71 66 71) og varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með 5 öðrum.

Lokahringinn lék Birgir Leifur á 71 höggi – fékk 5 fugla, 9 pör og 4 skolla.

Sigurvegari mótsins varð Joël Stalter frá Frakklandi en hann lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum – þannig að Birgir Leifur var aðeins 3 höggum frá sigri í mótinu! 🙂  Stórglæsilegur Birgir Leifur… eins og alltaf!!!

Til þess að sjá lokastöðuna í Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR: