Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 09:00

Rúnar varð T-44 á EM einstaklinga

Rúnar Arnórsson, GK, varð T-44 i á EM einstaklinga, sem fór fram dagana 3.-6. ágúst í Eistlandi.

Þ..e. hann deildi 44. sætinu með 5 öðrum kylfingum.

Rúnar lék á samtals 2 undir pari, 286 höggum (71 77 64 74).

Hann var sá eini af 5 íslenskum keppendum í mótinu, sem komst í gegnum niðurskurð.

Það var Ítalinn Luca Chiancetti sem sigraði eftir 7 holu bráðabana við Norðmanninn Victor Hovland, sem setti nýtt vallarmet á golfvelli Estonian G&CC á 3. hring þ.e. 63 högg.  Báðir voru á samtals 16 undir pari, 272 höggum.

Sjá má lokastöðuna á EM einstaklinga með því að SMELLA HÉR: