Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 18:27

Challenge Tour: Birgir Leifur T-24 e. 2. dag í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir nú lokið 2. hring á Swedish Challenge, en það mót er hluti af 2. sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour).

Birgir Leifur hefir samtals spilað á 3 undir pari, 141 höggi (70 71) á Katrineholms GK, og er T-24 þ.e.  jafn 11 öðrum í 24. sæti, eftir 2. keppnisdag.

Í dag lék Birgir Leifur á 71 höggi – fékk 3 fugla, 13 pör og 2 skolla.

Hann flaug því í gegnum niðurskurð, en niðurskurður var miðaður við parið.

Efstur eftir 2. dag er heimamaðurinn Jeff Karlsson, en hann hefir spilað á samtals 9 undir pari, 135 höggum.

Sjá má stöðuna á Swedish Challenge e. 2. dag með því að SMELLA HÉR: