Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 18:00

LET Access: Valdís Þóra varð í 22. sæti í Svíþjóð!!!

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hafnaði í 22. sæti á Norrporten Ladies Open, sem lauk í dag, en mótið stóð dagana 3.-5. ágúst 2016.

Mótið fór fram á keppnisgolfvelli Sundsvalls Golfklubb í Svíþjóð og er hluti af LET Access, þ.e. 2. deildinni í evrópska kvennagolfinu, en mótið var gríðarlega sterkt – margir kylfinganna leika eða hafa leikið í 1. deildinni, Evrópumótaröð kvenna,  LET (Ladies European Tour).

Valdís Þóra lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (72 73 73).

Frábærir kylfingar á borð við Virginiu Espejo frá Spáni, Czillu Lajtai-Rozsa frá Ungverjalandi og einn sterkasti kvenkylfingur Sviss, Anäis Magetti voru jafnir eða á eftir Valdísi Þóru. Glæsilegt!!!

Það var heimakonan Jenny Haglund frá Svíþjóð sem stóð uppi sem sigurvegari – lék á samtals 7 undir pari!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Norrporten Ladies Open SMELLIÐ HÉR: