Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 17:45

Kylfingur sló í höfuð á sjálfum sér í Borgarnesi

Í DV mátti þann 28. júlí í s.l. mánuði lesa eftirfarandi frétt:

„ „Búmerang“ Á golfvellinum,“ segir lögreglan á Vesturlandi í tilkynningu en óheppinn kylfingur var aðeins of höggfastur á dögunum.

Hann sló í golfkúlu af miklum krafti, kúlan fór í stein og þeyttist til baka beint í höfuðið á hinum seinheppna kylfingi.

Féll maðurinn við og lá eftir í grasinu vankaður.

Þá var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Eru meiðsl hans minniháttar.