Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 13:41

Challenge Tour: Birgir Leifur á 70 e. 1. dag

Birgir Leifur Hafþórsson hefir nú lokið 1. hring á Swedish Challenge, en það mót er hluti af 2. sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour).

Birgir Leifur lék 2 undir pari, 70 höggum á Katrineholms GK.

Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 örn, 2 fugla og 2 skolla.

Þegar þetta er ritað kl. 1:40 er Birgir Leifur T-13, en staðan getur en breyst þar sem margir eiga eftir að ljúka leik.

Sjá má stöðuna á Swedish Challenge e. 1. dag með því að SMELLA HÉR: