Hvers þarfnast Rory? Nýs pútters? Sveifluþjálfara? Sálfræðings?
Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurð s.s. allir vita sem fylgdust með PGA Championship.
Menn velta fyrir sér hvað er að?
Hann hlýtur að vera í þvílíkri naflaskoðun í augnablikinu og þarf að líta vel í spegilinn.
Maðurinn sem hann sér hlýtur honum að finnast kunnuglegur – en það vantar samt eitthvað….
Það vantar blikið í augnum – það virðist ekki vera lengur þar. Það er ekki farið að eilífu, bara farið.
Akkílesarhæll Rory hafa alltaf verið púttin hans; kannski hann þarfnist nýs pútters eða leiðbeinanda í puttum?
Það er engin auðveld lausn.
Rory hefir þegar sigrað í 4 risamótum. Hvað er það sem vantar í að hann þyrsti í 5. risatitilinn?
Það vantar ekkert upp á þorstann eflaust – það eru púttin – og hann vantar einhvern góðan þar við hlið sér.
Það mátti skynja sársaukann þegar Day setti niður hvert púttið á fætur öðru og öll fóru framhjá hjá Rory.
Kannski þarf hann jafnvel sálfræðing núna til þess að koma hugarfarinu aftur í góðan farveg.
Tölfræðin talar sínu máli. Rory er í 151. sæti í púttum af 156 sem kepptu á fyrstu 2 hringjunum í PGA Championship.
Það væri nóg til þess að hver meðalkylfingur færi yfir um – en Rory verður þar að auki að standa undir væntingum.
Eftir Masters hrylling Rory 2011 leitaði hann ráða hjá Dave Stockton og vann næsta risamót á eftir, Opna bandaríska.
Kannski væri ráð að banka upp á hjá Stockton aftur, en hann er annálaður púttsérfræðingur. Ekki úr vegi að fara líka í tíma hjá Robert Rotella, gúru allra golfsálfræðinga!
Hvað sem er taka má undir með Rory þegar hann sagði, þegar PGA Championship var lokið hjá honum: „Ég verð að gera eitthvað!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
