Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 12:00

GKS: Hulda og Þorsteinn klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) fór fram dagana 4.-9. júlí 2016.

Þátttakendur í ár voru 9 – 6 karl og 3 kvenkylfingar. Leiknar voru 36 holur.

Keppt var í 2. flokki karla, 1. flokki karla og 1. flokki kvenna.

Klúbbmeistarar Golfklúbbs Siglufjarðar 2016 eru Hulda Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannsson.

Heildarúrslit í Meistaramóti GKS 2016 urðu annars eftirfarandi:
1. fl. karla:
1. sæti Þorsteinn Jóhannsson á 170 höggum
2. sæti Sævar Örn Kárason á 175 höggum
3. sæti Benedikt Þorsteinsson á 189 höggum

Kári Arnar
2. fl. karla:
1. sæti Kári Arnar Kárason á 191 höggi (vann á 3ju holu í bráðabana)
2. sæti Ólafur Þór Ólafsson á 191 höggi

Hulda Magnúsardóttir, klúbbmeistari kvenna í GKS f.m. Mynd: GKS

Hulda Magnúsardóttir, klúbbmeistari kvenna í GKS f.m. Mynd: GKS

1. fl. kvenna
1. sæti Hulda Magnúsardóttir á 202 höggum
2. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir á 208 höggum
3. sæti Jósefína Benediktsdóttir á 222 höggum