Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 12:00

PGA Championship 2016: Streb og Walker T-1 í hálfleik

Það eru Robert Streb og Jimmy Walker sem deila forystunni í hálfleik 4. og síðasta risamóti ársins hjá körlunum, PGA Championship, á hinum glæsilega Baltusrol golfvelli í Springfield, New Jersey.

Báðir hefa leikið á samtals 9 undir pari, 131 höggi; Streb (68 63) og Walker (65 66).

Þriðja sætinu deila nr. 1 á heimslistanum Jason Day og Emilliano Grillo frá Argentínu og einn í 5. sæti er Henrik Stenson.

Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship í hálfleik SMELLIÐ HÉR: