Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 08:00

LPGA: Mirim Lee leiðir á RICOH Women´s British Open í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Opna breska kvennamótið eða RICOH Women´s British Open er 4. kvenrisamótið á árinu og það hófst fyrir tveimur dögum og stendur dagana 28.-31. júlí 2016.

Mótið fer fram í Milton Keyes á Englandi.

Nú í hálfleik er staðan sú að Mirim Lee frá Suður-Kóreu er í forystu – er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (62 71).  Nokkuð stór sveifla var milli 1. og 2. hrings Lee eða 9 högga sveifla – en Lee byrjaði mótið afar vel á hring upp á 62 högg eða 10 undir pari!!! … þar sem hún skilaði skollalausu skorkorti og með hvorki fleiri né færri en 10 fugla!!!

Öðru sætinu deila aðrir tveir snillingar; Shanshan Feng frá Kína og Ariya Jutanugarn frá Thailandi, en báðar eru á samtals 10 undir pari, hvor, aðeins 1 höggi á eftir Mirim Lee.

Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á RICOH Women´s British Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RICOH Women´s British Open SMELLIÐ HÉR: