Hagavöllur 2016. Mynd: Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2016 | 08:00

GSF: Golfljósmynd dagsins

Golfljósmynd dagsins er tekin á Hagavelli á Seyðisfirði.

Ljósmyndari er kylfingurinn snjalli Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF, (Golfklúbbi Seyðisfjarðar), sem margir kannast við.

Þeir sem ekki kannast við Unnar geta séð eldra viðtal Golf 1 sem tekið var við Unnar SMELLIÐ HÉR:  

Hagavöllur er frábær 9 holu völlur, sem allir ættu að prófa að spila … fyrir utan hvað er alltaf skemmtilegt að koma til Seyðisfjarðar.

Þeir sem ekki hafa prófað að spila golf á Seyðisfirði ættu e.t.v. að gera sér ferð þangað en Opna Atlantsolíumótið fer fram 6. ágúst n.k. og tilvalið að ferðast austur og prófa að spila Hagavöll – Golfflóra Íslands er svo miklu fjölbreyttari  en bara golfvellirnir kringum Höfuðborgðarsvæðið!!!  Hægt er að skrá sig í Opna Atlantsolíumótið með því að SMELLA HÉR: 

Nú er um að gera að drífa sig á Hagavöll! og á Seyðisfjörð!!!