Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2016 | 07:30

LET: Becky Morgan efst f. lokahring Opna skoska

Það er Becky Morgan frá Wales sem er efst á Aberdeen Asset Management Ladies Scotish Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna.

Mótið stendur 22.-24. júlí 2016 og lýkur því síðar í dag. Mótsstaður er Dundonald Links í Skotlandi.

Morgan er búin að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (68 66).

Í 2. sæti eru franski kylfingurinn Isabelle Boineau og sænski kylfingurinn Linda Wessberg heilum 4 höggum á eftir þ.e. á 7 undir pari, hvorar.

Fjórða sætinu deila síðan golfdrottningin og heimakonan Gwladys Nocera og bandarískur nýliði Angel Yin báðar á 5 undir pari.

Lokahringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með á skortöflu með því að SMELLA HÉR: