Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2016 | 07:00

PGA: Snedeker í forystu e. 3. dag RBC Canadian Open

Það er Brandt Snedeker sem tekið hefir forystu á RBC Canadian Open.

Snedeker er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (68 73 66).

Það var frábær hringur Snedeker upp á 66 sem kom honum á toppinn fyrir lokahringinn og skipti þar sköpum örninn sem hann fékk á síðustu holu en sjá má glæsiörn Snedeker með því að SMELLA HÉR: 

Öðru sætinu deila heima-og áhugamaðurinn Jared Du Toit og reynsluboltinn og sigurvegari Opna bandaríska 2016, Dustin Johnson aðeins 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: