Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2016 | 14:00

Evróputúrinn: Tillögur um 6 holu spil, með tímamörkum, músik og „öðruvísi“ golffatnaði

Evróputúrinn er með hugmyndir um nýtt róttækt leikfyrirkomulag, þar sem einungis eru spilaðar 6 holur, með tímatakmörkunum, músík og „öðruvísi“ golffatnaði.

Vonast er til að þetta nýja fyrirkomulag muni laða að nýja og unga kylfinga og verða til þess að fleiri horfi á golf í sjónvarpinu, skv. Chris Cutmore sem ritar um þetta í Daily Mail.

„Ef ekki er vilji til að breyta til þá er um enga nýjungagirni að ræða og ef ekki er tekin áhætta þá er hætta á að íþróttin verði á eftir öðrum,“ segir Keith Pelley framkvæmdastjóri Evróputúrsins.

Já, það verður leikið undir klukku.