Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 07:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2016 (3): María Eir sigraði í höggleikshluta hnátuflokks!

Á Gufudalsvelli í Hveragerði fór s.l. laugardag, 16. júlí 2016, fram 3. mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka.

Í hnátuflokki var keppt bæði í höggleik og eins var boðið upp á punktakeppnisform.

Í höggleiknum voru spilaðir 2 hringir.

Það var María Eir Guðjónsdóttir, úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sem sigraði í höggleikshluta hnátuflokks.  María Eir lék á samtals 49 yfir pari, 193 höggum (97 96). Glæsilegt!!!

Úrslit í höggleikshluta í hnátuflokki voru eftirfarandi:

1 María Eir Guðjónsdóttir GM 27 F 51 45 96 24 97 96 193 49
2 Bjarney Ósk Harðardóttir GKG 23 F 47 56 103 31 96 103 199 55
3 Ester Amíra Ægisdóttir GK 28 F 67 64 131 59 114 131 245 101