Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 06:45

Áskorendamót Íslandsbanka 2016 (3): Fjóla Margrét sigraði í punktakeppnishluta í hnátuflokki!!!

Laugardaginn 16. júlí 2016 fór fram 3. mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka, en mótið er frábær stökkbretti inn á Íslandsbankamótaröðina og síðar Eimskipsmótaröðina, mótaröð þeirra bestu á Íslandi.

Í ár er nýbreyttni að bætt er við 12 ára og yngri flokkum bæði hnátu- og hnokka og er leikformið annað hjá þeim yngstu boðið upp á bæði punktakeppni og höggleik.

Sigurvegari í punktakeppnishluta í hnátuflokki varð Fjóla Margrét Viðarsdóttir, úr Golfklúbbi Suðurnesja (GS).

Fjóla Margrét lék 18 holur á Gufudalsvelli og hlaut 23 punkta. Vel af sér vikið!!!

Í 2. sæti, báðar með 19 punkta, urðu Birna Rut og Auður Bergrún Snorradætur.