Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 05:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2016 (3): Andri Steinn sigraði í piltaflokki!

Þriðja Áskorendamót Íslandsbanka fór fram á Gufudalsvelli í Hveragerði, laugardaginn 16. júlí s.l.

Í piltaflokki 15-18 ára sigraði Andri Steinn Sigurjónsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja.

Leiknir voru 2 hringir.

Andri Steinn lék á samtals 40 yfir pari, 184 höggum (89 95).

Sjá má úrslitin í piltaflokki á 3. Áskorendamóti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka hér að neðan:

1 Andri Steinn Sigurjónsson GV 15 F 47 48 95 23 89 95 184 40
2 Brimar Jörvi Guðmundsson GA 17 F 48 49 97 25 89 97 186 42
3 Þórarinn Kristján Ragnarsson GA 15 F 50 49 99 27 97 99 196 52