Bryson DeChambeau skiptir út kylfum sínum fyrir Cobra
Einn frumlegasti nýliði í bandarísku golfflórunni, Bryson DeChambeau, varði vikunni þegar aðrir voru á Opna breska í höfuðstöðvum Cobra til þess að setja saman nýtt golfsett sem hann hyggst nota.
Það sem var svo frumlegt við DeChambeau og vakti athygli á honum var sú staðreynd að allar kylfur í poka hans voru jafnlangar.
Hann og þeir sem eru í kringum hann voru búnir að þróa þessar kylfur sem DeChambeau hélt fram í viðtölum að væru mun þægilegri en hefðbundnar kylfur.
Nú sást hins vegar til nýliðans snemmsumars þar sem hann var að prófa sig áfram með nýja gerð kylfa sem eru afbrigði af King Forged MB og CB frá Cobra.
Þessar nýju Cobra kylfur DeChambeau munu koma í stað gömlu Edel golfkylfanna sem allar voru jafnlangar eða 37,5 tommur (þ.e. 95,25 cm) og vógu allar um 280 g (þ.e. voru eins og hefðbundin 6-járn á lengd).
Nú er bara að sjá hvort nýju Cobra kylfurnar munu reynast sveininum unga vel?
Hann vann altént bæði US Amateur og NCAA titla með gömlu Edel-kylfunum á s.l. ári.
Af hverju að breyta breytinganna vegna??? Peningar eða verður þetta virkilega til bóta?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
