Mæðginin Katrín Björg og Andri Már klúbbmeistarar GHR 2016. Mynd: DFS
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 17:00

GHR: Mæðgin klúbbmeistarar 2016

Mæðginin Katrín Björg og Andri Már urðu klúbbmeistarar á meistaramóti Golfklúbbs Hellu Rangárvöllum sem lauk á laugardaginn 9. júlí 2016 í blíðskapar veðri. Fyrstu þrjá dagana var þó nokkur vindur og völlurinn því mjög krefjandi þar sem miklir þurrkar hafa verið undanfarið. en gaman að glíma við hann.

Andri Már Óskarsson varð klúbbmeistari 2016 hann lék hringina á 67-71-77-73 eða samtals á 288 höggum. Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir  varð klúbbmeistari kvenna hún lék hringina á 90-89-94-88 samtals á 361 höggi. Andri Már er sonur Katrínar Bjargar.

Tveir drengir úr flokki 13 til 16 ára tóku þátt og þar vann Daði Freyr Hermannsson hann spilaði sína hringi á 98-83-91-88 samtals á 360 höggum. Einn drengur var í 12 ára og yngri en það var Jón Bragi Þórisson hann spilaði tvo 9 holu hringi.

Alls tóku 21 manns þátt í meistaramóti GHR að þessu sinni og spiluðu í 9 flokkum.

Úrslitin í heild má sjá hér að neðan:

Meistaraflokkur karla:

1 Andri Már Óskarsson GHR 0 F 38 35 73 3 67 71 77 73 288 8
2 Óskar Pálsson GHR 6 F 43 44 87 17 82 83 84 87 336 56

1 flokkur karla:

1 Þórir Bragason GHR 6 F 40 45 85 15 81 84 89 85 339 59
2 Árni Sæmundsson GHR 5 F 50 42 92 22 88 87 97 92 364 84

2 flokkur karla:

1 Bjarni Jóhannsson GHR 14 F 44 45 89 19 89 89 98 89 365 85
2 Loftur Þór Pétursson GHR 16 F 43 44 87 17 94 89 98 87 368 88
3 Matthías Þorsteinsson GHR 12 F 42 44 86 16 95 89 98 86 368 88

1 flokkur kvenna:

1 Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir GHR 14 F 44 44 88 18 90 89 94 88 361 81
2 Guðný Rósa Tómasdóttir GHR 19 F 49 45 94 24 87 96 98 94 375 95

2 flokkur karla:

1 Heimir Hafsteinsson GHR 23 F 56 45 101 31 103 101 104 101 409 129
2 Sigurberg Hauksson GHR 21 F 49 45 94 24 104 104 112 94 414 134
3 Jón Páll Sveinsson GHR 22 F 48 51 99 29 104 100 112 99 415 135

Drengjaflokkur 13-16 ára:

1 Daði Freyr Hermannsson GHR 15 F 44 44 88 18 98 83 91 88 360 80
2 Sæmundur Árnason GR 34 F 79 88 167 97 140 158 176 167 641 361

Hnokkaflokkur 12 ára og yngri:

1 Jón Bragi Þórisson GHR 36 F 89 80 169 99 169 169 99

Öldungaflokkur karla 65+:

1 Hængur Þorsteinsson GR 16 F 48 44 92 22 92 92 184 44
2 Sveinn Sigurðsson GHR 18 F 49 46 95 25 89 95 184 44
3 Svavar Hauksson GHR 21 F 52 51 103 33 95 103 198 58

Öldungaflokkur kvenna 50+:

1 Margrét Örnólfsdóttir GHR 22 F 58 53 111 41 105 111 216 76
2 Gróa Ingólfsdóttir GHR 35 F 56 54 110 40 114 110 224 84
3 Þórunn Sigurðardóttir GHR 37 F 59 62 121 51 120 121 241 101