Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 15:00

LET Access: Ólafía Þórunn með glæsihring (-3) og meðal efstu á LETAS Trophy!!!

Atvinnu- og LETkylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, átti glæsihring í dag á CitizenGuard LETAS Trophy.

Hún lék 2. hring á 3 undir pari, glæsilegum 70 höggum!!!

Á hringnum fékk Ólafía 6 fugla, 9 pör og 3 skolla.

Í gær var Ólafía á parinu þannig að hún er að spila gott og stöðugt golf –  er samtals á 3 undir pari 143 höggum (73 70)!!!

Til þess að sjá stöðuna á LETAS Trohpy en 2. hring er ekki lokið þegar þetta er ritað SMELLIÐ HÉR: