Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 14:00

Opna breska 2016: Sjáið ás Oosthuizen á 1. hring!!!

Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku átti frábært draumahögg á Opna breska, því elsta og virtasta af risamótunum 4.

Þvílíkt draumamóment að fá ás í móti …. hvað þá OPNA BRESKA!!!

Ás Oosthuizen kom á par-3 14. holu Royal Troon, í gær, 14. júlí 2016 á fyrsta keppnisdegi Opna breska.

Holan er 178 yarda (163 metra) og notaði Oosthuizen 6-járn.

Hér má sjá myndskeið af því þegar Louis Oosthuizen fór holu í höggi á 1. hring Opna breska 2016 SMELLIÐ HÉR: