Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 08:40

GV: Frábært Renée Guinot mót á Vestmanna- eyjavelli á morgun! Skráið ykkur hér!!!

Guinot Open Kvennamót fer fram á hinum dásamlega Vestmannaeyjavelli á morgun 15. júlí 2016.

Hvar er betra en að vera út í Eyjum um mitt sumar?

Vestmannaeyjavöllur er uppáhaldsvöllur Kristófers Tjörva - Völlurinn er ótrúlega fallegur!

Vestmannaeyjavöllur er ótrúlega fallegur!

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni með forgjöf og leikið  leikið er í einum forgjafarflokki.

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin og nándarverðlaun á par-3 holum, auk þess sem dregið verður úr skorkortum í mótslok, þar sem jafnframt verða framreiddar léttar veitingar.

Guinot er franskt gæða snyrtivörumerkisem er einstakt í sinni röð og er þekkt út um allan heim.

Þátttökugjald kr. 4.900,- og er ekki hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu.

Hægt er að komast inn á tengil til að skrá sig með því að SMELLA HÉR eða hringja í síma 481-2363.

Mótið hefst kl. 12, mæting kl. 11:30 

Athugið að þátttakendur hafa möguleika á að komast fram og til baka með Herjólfi samdægurs.

Hámarks leikforgjöf sem gefin er, er 28.

Keppendur þurfa að hafa löglega forgjöf til þess að vinna til verðlauna með forgjöf.