Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2016 | 08:45

GOS: Feðgin klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbs Selfoss 2016 var haldið frá þriðjudeginum 5. júlí til laugardagsins 9. júlí. Flokkur eldri kylfinga byrjaði kl. 12:00 og hinir flokkarnir byrjuðu kl. 15:00. Allir flokkar spiluðu 4 daga og höfðu 1 dag í hvíld. Allir spiluðu svo á lokadeginum og byrjaði fyrsti flokkur kl. 8:00 um morguninn þann dag. Keppni lauk svo á laugardeginum um 18:00 þegar meistaraflokkurinn kom í mark.

Veðrið lék við klúbbfélaga alla daganna. Búið var að spá rigningu á laugardeginum en sem betur fer sáu veðurguðurnir að sér og frestuðu henni fram til sunnudags. En svona til að minna á sig þá var hífandi rok á föstudeginum en það stoppaði ekki harðjaxlana í að keppa. Vallarstarfsmenn voru svo flínkir að hæga aðeins á rennslinu á flötunum svo að boltarnir fykju ekki. Það komu komu hitaskúrir tvo daga en bara stutta stund í einu. Kylfingar settu upp regnhlíf og héldu ótrauðir áfram að spila, harðjaxlar sem þeir eru. Klukkustund síðar voru þeir orðnir þurrir og komnir á stuttermabolinn aftur.

Keppt var í 10 flokkum og skiptust kylfingar í flokka eftir forgjöf. Þar að auki var keppt í meistarmóti barna og unglinga. Það mót var haldið á mánudeginum fyrir meistarmót.

Eldri kylfingar karla 70 ára og eldri og 5.flokkur karla kepptu í punktakeppni engöngu. Eldri kylfingar 50 – 69 ára kepptu í punkta og höggkeppni svo og gerði kvennaflokkurinn einnig. Aðrir flokkar kepptu engöngu í höggleik.

Klúbbmeistarar GOS 2016 urðu feðginin Hlynur Geir Hjartarson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

Allir vinningshafar á meistarmóti GOS 2016

Allir vinningshafar á meistarmóti GOS 2016

Úrslit í flokkum:

Meistaraflokkur:
1. Hlynur Geir Hjartarson 284 högg
2. Gunnar Marel Einarsson 295 högg
3. Jón Ingi Grímsson 295 högg

1. flokkur
1. Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson 304 högg
2. Birgir Rúnar Steinarsson Busk 313 högg
3. Páll Sveinsson 317 högg

2.fl
1. Eiríkur Þór Eiríksson 338 högg
2. Svanur Geir Bjarnason 349 högg
3. Leifur Viðarsson 349 högg

3.fl
1. Sigursteinn Sumarliðason 344 högg
2. Halldór Ágústsson Morthens 361 högg
3. Haraldur Sæmundsson 365 högg

4.fl
1. Heiðar Snær Bjarnason 394 högg
2. Sverrir Óli Bergsson 397 högg
3. Ingvar Kristjánsson 403 högg

5. fl punktakeppni
1. Eiríkur Sigmarsson 133 punktar
2. Anton Reed Oliver 128 punktar

Kvennaflokkur höggleikur
1 Heiðrún Anna Hlynsdóttir 330 högg
2. Alda Sigurðardóttir 373 högg
3. Arndís Mogensen 390 högg

Kvennaflokkur punktarkeppni
1. Jóhanna Betty Durhuus 152 punktar
2. Ástfríður M Sigurðardóttir 140 punktar
3. Helena Guðmundsdóttir 134 punktar

Eldri kylfingar 50 -69 ára
1. Kjartan Ólason 331 högg ( Eldrikylfinga meistari)
2. Samúel Smári Hreggviðsson 335 högg
3. Sigurður R Óttarsson 345 högg

Eldri kylfingar 70 ára og eldri, punktakeppni
1. Sigurjón Bergsson 100 punktar
2 Vilhjálmur Pálsson 98 punktar
3. Ágúst Magnússon 80 punktar

 

Heimild: GOS