Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 19:00

Evróputúrinn: Jaidee sigraði á Opna franska

Það var Thongchai Jaidee frá Thaílandi, sem sigraði á Opna franska í dag, 3. júlí 2016.

Jaidee lék á samtals 11 undir pari, 273 höggum (67 70 68 68).

Í 2. sæti varð Francesco Molinari frá Ítalíu á samtals 7 undir pari og munaði því 4 höggum á Molinari og Jaidee og sigur Jaidee sannfærandi.

Í 3. sæti varð Rory McIlroy á samtals 6 undir pari.

Sjá má hápunkta lokahrings Opna franska með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má úrslit á Opna franska með því að SMELLA HÉR: