Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2016 | 10:07

Challenge Tour: Birgir Leifur komst ekki g. niðurskurð á Made in Denmark mótinu

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki gegnum niðurskurð á Made in Denmark mótinu, sem er hluti af Challenge Tour.

Mótið, sem er gríðarlega sterkt, fer fram á keppnisvelli Aalborg GC, í Álaborg, Danmörk, dagana 30. júní – 3. júlí 2016.

Birgir leifur lék á 3 yfir pari, 145 höggum (71 74).

Niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari og munaði því 2 höggum að Birgir Leifur kæmist í gegn.

Fylgjast má með stöðunni á Made in Denmark með því að SMELLA HÉR: 

…. en sem stendur er Englendingurinn Aaron Rai efstur á samtals 9 undir pari, 133 höggum (65 68).