Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 17:00

Sjáið myndskeið um hvernig Bubba tekst á við stress í golfinu

Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson þykir meðal tilfinningaheitustu kylfinga á PGA Tour.

Hann er virkilega viðkvæmur og kemst við þegar hann sigrar og tárast og virðast tilfinningarnar oft bera hann ofurliði, við ýmis tækifæri.

Fyrir slíka menn er afar erfitt að lifa og hrærast í þeim stressaða heimi sem heimur atvinnukylfinga er.

Bubba hefir þurft að taka á sínum málum.

Bubba segir frá því hvernig hann hefir tekið framförum í að takast á við stressið 1 mínútu og 15 sekúndna myndskeiði – athugið að fremur löng Callaway golfbolta auglýsing fer á undan viðtalinu, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: