Fyrrum nr. 1 – Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2016 | 09:00

LPGA: Ko sigraði á Walmart mótinu – Hápunktar 4. dags

Það var nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem stóð undir nafni og sigraði á Walmart RT NW Arkansas Championship.

Sigurskor Ko var upp á 17 undir pari, 196 högg (66 62 68).

Öðru sætinu deildu Morgan Pressel frá Bandaríkjunum og Candie Kung frá Tapei, báðar á 14 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta Lydiu Ko á 4. hring Walmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Walmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: