Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Stenson sigraði á BMW Int. Open – Hápunktar 4. dags

Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW International Open, sem fram fór á keppnisgolfvelli Golf Club Gut Laerchenhof í Pulheim, rétt utan við Köln í Þýskalandi.

Stenson lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (68 65 67 71).

Sigur Stenson var sannfærandi en hann átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti Darren Fichardt, frá Suður-Afríku og Danann Thorbjörn Olesen, sem báðir léku á samtals 14 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags – þ.e. lokahringsins á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: