Rory tekur ekki þátt í Ólympíuleikunum
Rory McIlroy hefir ákveðið að hann muni ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó, vegna áhyggna hans af Zika vírusnum.
Golf verður nú í fyrsta sinn í lengri tíma keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
Rory, sem nú er nr. 4 á heimslistanum, var búinn að ákveða að keppa f.h. Írlands á Ólympíuleikunum en sagði í fréttatilkynningu sem hann lét frá sér fara að hann myndi nú ekki taka þátt.
Aðrir þekktir heimsklassakylfingar, sem ekki taka þátt eru Adam Scott, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel, Marc Leishman og Vijay Singh.
Í fréttatilkynningu Rory sagði m.a.: „Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að draga nafn mitt af lista þeirra sem koma til greina að spila á sumarólympíuleikunum og mun því ekki fara til Brasilíu.“
„Eftir að hafa talað við þá sem eru mér næstir þá hef ég komist að því að heilsan mín og heilsa fjölskyldu minnar gengur framar öllu öðru.“
„Jafnvel þó að áhættan af að smitast af Zika vírusnum sé lág, þá er það engu að síður áhætta og það áhætta sem ég er ekki tilbúinn að taka.“
„Ég treysti því að írska þjóðin skilji ákvörðun mína. Óskilyrti stuðningurinn sem ég fæ í hvert sem sem ég keppi á golfmóti heima eða erlendis skiptir mig miklu.“
„Ég mun reyna að halda áfram að gera áhangendur mína og áhangendur golfíþróttarinnar stolta af leik mínum á vellinum og með hegðun minni utan hans.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
