Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2016 | 15:40

Gallacher frá leik vegna úlnliðsmeiðsla

Skoska Ryder bikars stjarnan Stephen Gallacher mun ekki vera með á Opna breska á Royal Troon í næsta mánuði vegna úlnliðsmeiðsla.

Hinn 41 árs Gallacher hefir misst af nokkrum mótum á þessu ári vegna meiðsla og hafa þau tekið sig upp núna aðeins mánuði fyrir Ayrshire mótið í næsta mánuði.

Gallacher hefir ekki spilað frá því fyrr í þessum mánuði og hefir hrunið niður heimslistann þannig að þátttaka hans á Opna breska var hvort eð er alltaf í hættu.

En Gallacher gæti eftir sem áður hafa komist í mótið með þátttöku í Opna skosta á Castle Stuart, eða Opna franska í Paris, en hann missir núna af mótunum vegna meiðsla.

Besti árangur Gallacher á Opna breska var 2014 þegar hann lauk keppni T-15, en hann náði líka niðurskurði bæði á The Masters og Opna bandaríska á því ári.

Gallacher verður a.m.k. 1 mánuð frá keppni.