Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2016 | 15:00

LET: Ólafía hefur leik á morgun í Tékklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR hefur leik á Þjóðhátíðardaginn 17. júní á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu.

Mótið, Tipsport Golf Masters, fer fram á Park Pilsen vellinum í Tékklandi.

Þetta verður annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu Þórunni á Ladies European Tour. Hún endaði í 106. sæti á +12 á fyrsta mótinu sem fram fór í Marokkó.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót á Ladies European Tour fer fram í Aberdeen í Skotlandi dagana 22.-24. júlí og er Ólafía í 24. sæti á biðlista fyrir það mót.

Texti: golf.is