Elísabet Ágústsdóttir, GKG, varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2016 | 13:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (2): Elísabet Ágústsdóttir Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki

Það er Elísabet Ágústsdóttir, GKG, sem er nýkrýnd Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki.

Íslandsmeistaramót unglinga í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn, dagana 10.-12. júní s.l.

Úrslit í stúlknaflokki urðu sem hér segir:

17-18 ára stúlkur:
1. Elísabet Ágústsdóttir, GKG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016.
2. Saga Traustadóttir, GR
3. Eva Karen Björnsdóttir, GR

Íslandsmeistarinn Elísabet vann Sögu Traustadóttur, GR í geysispennandi úrslitaviðureigninni 1&0.

Eva Karen Björnsdóttir, GR, vann síðan Ólöfu Maríu Einarsdóttur, GM í viðureigninni um 3. sætið í öðrum spennutryllinum á 20. holu.

Flottar stúlkur sem við eigum í golfinu!

Sjá má öll úrslit á Íslandsmóti unglinga í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni með því að SMELLA HÉR: