Henderson gefur systur sinni ás-bílinn
Fyrsti hringur Brooke Henderson, 18 ára, upp á 4 undir pari, 67 högg var nógu góður til þess að komast í forystu á 2. risamóti ársins í kvennagolfinu, KPMG Women’s PGA Championship. En eftir hringinn fékk hún flestar spurningar um 13. holu vallarins … holuna, þar sem hún fékk ás.
Holan er 152 yarda þ.e. um 139 metra og fyrir ásinn fékk Brooke glænýjan KIA K900 bíl.
Eftir að boltinn fór í holuna hélt hún upp á draumahöggið með systur sinn sem jafnframt er kaddýinn hennar, Brittany. en þær voru svo ánægðar að þær gerðu sér fyrst ekki grein fyrir að bíll væri í verðlaun.
„Við bara gleymdum bílnum,“ sagði Brittany, „en þegar við erum að ganga að holunni segir kaddý Haru Nomura „Þið vitið að þetta er bílahola“ þannig að við fögnuðum aftur.“
Brooke sagði eftir hringinn að hún myndi gefa systur sinni bílinn.
„Allt árið hef ég gengið um á æfingaflötunum og sagt: „Sjáðu þennan bíl, ef ég vinn hann er hann þinn,“ sagði Brooke. „Ég sagði það ekki í þessari viku en hún fær hann samt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
