Dustin Johnson (DJ) PGA: DJ lét gott færi úr greipum renna
Dustin Johnson eða DJ lét gott færi úr greipum sér renna í gær, föstudaginn á FedEx St. Jude Classic mótinu sem er mót vikunnar á PGA.
Eftir 16 holur var DJ 4 undir pari og einn í 2. sæti á eftir Daniel Berger. Síðan sló hann í brautarglompu á innhöggi sínu á 17. holu sem endaði með skolla. Á lokaholunni á TPC Southwind, fann Johnson enn ekki flötina í aðhöggi sínu og þrípúttaði og lauk hringnum því á hræðilegum skramba 6 höggum!
Það sem hefði getað verið 66 högg snerist í 1 undir 69 og DJ því T-3 á 5 undir pari ásamt þeim Brooks Koepka and Phil Mickelson.
„Þetta er eins og í gær, bara ég spilaði miklu betur en skorið mitt segir til um,“ sagði DJ eftir hringinn. „Ég var að spila ansi vel. Ég meina að fá skolla og skramba á síðustu tveimur holunum af miðju brautarinnar er ekki góður endir. Þetta var í bæði skiptin bara slæmum sveiflum um að kenna.„
DJ verður að fækka mistökunum um helgina bæði taktískum og tæknilegum.
Annað dæmi? DJ var með skolla á par-4 10. holu þegar hann sleggjaði drævinu sínu of langt í vatnshindrun þegar hann var að reyna að taka of mikið af hundslöpp. Járn hefði verið ágætt val því DJ slær mun lengur með brautartré. Hann verður að fara að ráðum bróður síns og kaddý Austin. En jafnvel sá getur ekki hindrað slæm skor úr góðum stöðum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
