Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2016 | 11:30

LPGA: Brooke Henderson og Mirim Lee leiða e. 2. dag KPMG Women´s PGA

Það eru hin unga, kanadíska Brooke Henderson og Mirim Lee frá Suður-Kóreu sem leiða í hálfleik á KPMG Women´s PGA Championship, sem er 2. risamótið í kvennagolfinu í ár.

Báðar hafa spilað á 2 undir pari, 140 höggum; Henderson (67 73) og Lee (71 69).

Þriðja sætinu deila 3: Gerina Piller, nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko og Brittany Lincicome sem allar hafa spila á samtals 1 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Women´s PGA risamótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Women´s PGA risamótinu SMELLIÐ HÉR: